Hvað er skemmtilegra en að skreppa í siglingu með góðum vinum og taka svolitla keppni í golfi og að skjóta leirdúfur?
Snekkjan Harpa býður upp á einstakar ferðir þar sem lagt er úr gömlu höfninni í Reykjavík og siglt sem leið liggur á slóðir þar sem hinar heimsfrægu leirdúfur halda sig. Tekin verður keppni og þegar búið er að veiða nægilega margar leirdúfur, höldum við áfram að 19. holunni þar sem keppt verður í golfi.
Það er spennandi að keppa við mjög óvenjulegar aðstæður þar sem leirdúfur fljúga ekki eins og venjulegar dúfur og ekki bara 19. holan er á hreyfingu, heldur líka teigurinn þaðan sem slegið er.
Um borð í snekkjunni Hörpu er fyrirtaks aðstaða aðstaða bæði úti og inni. Góð setustofa, bar sem selur á happy hour verði, flybridge með 360´ útsýni og gott hljóðkerfi.
Snekkjan opnar kl. 19.30 og brottför er kl. 20.00. Eftir skemmtilega siglingu og keppni er komið aftur í land um kl. 22.00 og happy hour barinn opinn til kl. 23.00
- Reykjavík frá nýjum sjónahóli
- Skemmtilegt að sigla á sundin
- Flottasti barinn í flotanum
- Einstakt útsýni og upplifun
Ferðin
Innifalið: Tveggja tíma sigling á slóðir leirdúfna og á 19. holuna. Keppni í bæði golfi og að skjóta leirdúfur eða bjór fyrir þá sem taka ekki þátt í keppninni.
Frekari upplýsingar og bókanir í síma: 779-7779 eða info@snekkjan.is