Lúxuskvöld við gömlu höfnina í Reykjavík

kr.9.900

Njótum lífsins saman. Taktu makann – vinahópinn – eða vinnufélagana í fallega kvöldstund.

Viltu eiga eftirminnilegt kvöld? Alla fimmtudaga og föstudaga kl. 18:00 bjóðum við upp á lúxus snekkjusiglingu meðfram Reykjavík með snekkjunni Hörpu þar sem forréttur er snæddur – og svo aðalréttur og eftirréttur á Kopar.

Snekkjan Harpa opnar 17.30. Við siglum úr gömlu höfninni frá bryggjunni beint fyrir neðan Veitingastaðinn Kopar kl. 18.00 og sjáum, borgina frá nýrri hlið. Siglum að Viðey og Engey áður en við komum aftur í höfn eftir u.þ.b. 30-45 mínútur. Skemmtileg sigling og borgin frá öðru sjónarhorni á meðan forrétturinn er snæddur. Þegar komið er aftur í land, bíður glæsilegur aðalréttur og eftirréttur á Kopar.

Valda daga er auka ferð kl. 19.30 Þá opnar snekkjan kl. 19.00 og brottför kl. 19.30. Komið í land u.þ.b. 20.15 og þá farið í aðalrétt og eftirrétt á Kopar.

Harpa er 21 metra löng snekkja og mjög stöðug, gott innipláss í sal og setustofu, veitingasalur og salerni. Hægt að ganga um og sitja frammá eða uppi á efra þilfari og njóta þar útsýnins.

Verð fyrir siglingu og þriggja rétta kvöldverð: 9.900 kr

Mögulegt er að fara eingöngu í siglinguna og forréttinn um borð í Hörpu, verð: 5.500 kr.

Tími í siglingu er u.þ.b. 45 mínútur.

Brottför alla Fimmtudaga og föstudaga kl. 18.00 (aukaferðir valda daga kl. 19.30)
Sérferðir í boði alla daga fyrir hópa, lágmark 12 gestir.

    • SKEMMTILEG SIGLING UM SUNDIN OG FORRÉTTUR
    • REYKJAVÍK FRÁ NÝJUM SJÓNARHÓLI
    • AÐALRÉTTUR OG EFTIRRÉTTUR Á KOPAR
    • EINSTAKT ÚTSÝNI OG UPPLIFUN

Innifalið:

– Sigling um sundin og forréttur og óborganlegt útsýni.
– Aðalréttur og eftirréttur á veitingastaðnum Kopar.

MATSEÐILLINN
– Forréttur um borð í snekkjunni Hörpu –
Fersk hörpuskel borinn fram með dillkremi, sjávarsalti og dill kurli.

– Aðalréttur –
Léttsaltaður þorskur með kraftmikilli skelfisksósu, kartöflumús, grænkáli, blómkáli og grilluðum humarhala.

– Eftirréttur –
Daim ostakaka
Með hindberjasósu og skyrsorbet.
*Hægt er að skipta í vegan eða kjöt ef áhugi er fyrir hendi með tilfallandi verðbreytingu.

Frekari upplýsingar og bókanir í síma: 779-7779 eða info@snekkjan.is

[block id=”11601″]

[contact-form-7 id=”10704″]

arstid

Allt árið

vikudagar

FIM

timi

18:00

group-size

35 farþegar