fbpx
Skip to content

SPURT & SVARAÐ

Hvað geta verið margir farþegar?

Harpa hefur leyfir fyrir 35 farþega.

Hvernig er rétt að klæða sig?

Eftir veðuraðstæðum en ágætt er að miða við sambærilegan klæðnað og þú færir í gönguferð um miðbæinn.

Er hægt að vera inn á siglingunni?

Já, í snekkjunni er mjög gott innipláss, en flestir eru samt meira úti að njóta útsýnisins.

Verður fólk sjóveikt?

Við getum ekki tryggt að það gerist ekki en það er afar sjaldgæft. Við siglum aldrei nema að veðrið sé gott og Harpa er mjög stöðug, þannig að það er afar ólíklegt að einhver finni til sjóveiki. Ef farþegar okkar hafa áhyggjur af því að verða sjóveikir, bjóðum við upp á sjóveikistöflu sem tekin er í byrjun ferðar.

Má koma með eigin veitingar?

Um borð í Hörpu er bar þar sem seldar eru veitingar á vægu bar verði. Semja þarf sérstaklega um ef sérhópar óska eftir að koma með sínar veitingar um borð.

Er þráðlaust internet samband í Hörpu?

Já við bjóðum upp á þráðlaust internet sem er innifalið í siglingunni.

Má koma með ung börn?

Já við elskum öll börn, sama hvaða aldri þau eru en ung börn þurfa að vera í fylgt með forráðamönnum sem bera ábyrgð á þeim.

Er hægt að bóka sérferð (einkaferð)?

Já stór hluti af okkar siglingum eru sérferðir sem við sníðum að óskum hvers og eins og gefum föst verðtilboð.