fbpx
Skip to content

Stofnendur og eigendur Snekkjunnar ehf hafa verið í ferðaþjónustu síðan 1998 og eru upphafsfólk að hvalaskoðun frá Reykjavík.

Árið 2001 keyptum við ásamt samstarfsfólki okkar, tvíbytnu, 200 farþega ferju frá Noregi og hófum hvalaskoðun frá Reykjavík. Fyrstu árin voru fáir farþegar, en það var stöðug aukning og undanfarin ár hafa hundruð þúsunda farþega farið í hvalaskoðun, norðurljósaferðir, veiðiferðir og aðrar skemmtiferðir frá Reykjavík með nokkrum fyrirtækjum sem bjóða upp á slíka þjónustu.

Árið 2012 var snekkjan Harpa keypt frá Grikklandi og hefur síðan þá gert út á skemmtiferðir frá Reykjavík.

Snekkjan ehf er fjölskyldu fyrirtæki með áherslu á persónulega og góða þjónustu, fáa farþega í hverri ferð sem gerir okkur kleift að tryggja bestu mögulegu gæði.

Við bjóðum upp á hvalaskoðun, norðurljósaferðir, fuglaskoðun, veiði o.fl. Hægt er að grilla um borð, einnig fyrirtækjaferðir, þar sem hægt er að slá golfboltum, skjóta leirdúfur, draga slöngu á eftir snekkjunni o.fl. Þemaferðir á ákveðnum dögum eins og 17. Júní, Menningarnótt, Tónlistarhátíðum eins og Secret Solstice.

Við bjóðum upp á bæði opnar ferðir í hvalaskoðun og norðurljós og einnig sérferðir að óskum hvers og eins.

Snekkjan HARPA er 70 fet / 21 mtr. Byggð í Pisa í Italy. Tegundin er hin fræga Cantieri di Pisa. Árið 2018 – 2019 var snekkjan tekin algerlega í gegn og endurnýjuð að innan. Skipulagi var breytt örlítið þannig að núna hentar hún enn betur til siglinga í stuttar ferðir. Mjög gott innipláss er fyrir alla farþega sem og úti, bæði á þilfari og einnig á efra þilfari.

Upplýsingar

  • Snekkjan Harpa
  • Lengd: 21 m (70 fet)
  • Breidd: 5,8 m (19 fet)
  • Farþegafjöldi hámark: 35
  • Tveggja manna káeta
  • Þrjú salerni (WC)
  • Bar
  • Salur
  • Setustofa

Cantieri di Pisa er ein af elstu og virtustu snekkju framleiðendum á Ítalíu, með yfir 70 ára reynslu í smíðum á snekkjum.