Skilmálar fyrir einstaklinga og hópa.

Bókun

Með því að bóka ferð hjá Snekkjan ehf. hvort sem það sé á heimasíðum, tölvupósti, síma eða með öðrum hætti, þá samþykkir þú eftirfarandi skilmála.
Við bókun munt þú fá senda staðfestingu á pöntun, annaðhvort með tölvupósti eða sjálfvirkt úr bókunarkerfi þegar bókað er í gegnum bókunarkerfi eða heimasíður.

 

Greiðslur

Allar bókanir þurfa að vera greiddar fyrir brottför. Greiðslur fyrir hópa bókanir eru greiddar samkvæmt samkomulagi, en alltaf fyrir brottför.

 

Afbókun

Ef ferð er afbókuð mun Snekkjan ehf ávallt gera sitt besta til að leysa úr því með viðskiptavini;

  • Einstaklingar

    • Afbókun gerð með meira en 24 tíma fyrirvara verður fargjald endurgreitt að fullu.
    • Afbókun gerð með minna en 24 tíma fyrivara verður fargjald ekki endurgreitt.
  • Sérferðir / Hópar (8 farþegar eða meira)
    • Afbókun gerð með meira en 96 tíma (4 sólarhringar) fyrivara verður fargjald endurgreitt að fullu.
    • Afbókun gerð með meira en 48 tíma fyrivara en minna en 96 tíma fyrirvara verður 50% fargjalds ekki endurgreitt.
    • Afbókun gerð með minna en 48 tíma fyrivara verður fargjald ekki endurgreitt.

Ef ferð er afbókuð af Snekkjan ehf. vegna veðurs eða einhverra ófyrirséðra ástæðna, er ferð alltaf endurgreidd að fullu.

 

Verð

Eftir að bókun hefur verið gerð, breytist verð ekki. Verð á heimasíðu okkar eru með vsk. og geta tekið breytingum án fyrirvara. Við áskiljum okkur rétt til að leiðrétta mögulegar villur í verðum á heimasíðunni.

 

Aukagjöld

Engin aukagjöld eru tekin eftir að bókun hefur verið staðfest.

 

Ábyrgðir

Í tilfelli Force Majeure, Snekkjan ehf verður ekki gerð ábyrg fyrir slysum, veikindum, skemmdum eða tapi á eignum.

 

Tryggingar

Snekkjan ehf er með allar lögbundnar tryggingar í gildi og mælir með að fólk sé með sínar tryggingar í lagi þegar það ferðast.

Snekkjan ehf verður ekki gerð ábyrg fyrir ófullnægjandi tryggingum farþega ef upp koma ófyrirséðar aðstæður.

Farþegar eru hvattir til að ganga úr skuggu um að þeirra tryggingar séu í lagi á öllum tímum og taki mið af því sem gert er í daglegu lífi, vinnu sem og frítíma.

 

Almennt

Snekkjan ehf verður ekki gerð ábyrg fyrir dauða, veikindum, slysum, skemmdum eða tapi eigna eða óánægju sem skapast kann af einhverjum orsökum með þjónustu Snekkjunnar ehf. Skiptir þá engu hvort það er vegna einstaklingsins, einhvers í hans hópi eða þriðja aðila.

Um borð er stundum afþreying eins og sjóstangaveiði, keppni í leirdúfuskotfimi og golf. Snekkjan verður ekki gerð ábyrg fyrir slysum sem kunna að koma fyrir í þessum ofangreindum afþreyingum eða öðrum sem kunna að fara fram um borð né heldur atburða sem Snekkjan hefur engin áhrif á og eru ófyrirsjáanleg (Force Majeure).

Síðast uppfært 5. maí 2020